Handalausa stúlkan

Handalausa stúlkan

Download excerpt

Fátækur malari hittir gamlan mann sem biður hann um að gefa sér það sem er að húsbaki heima hjá honum gegn því að gera hann ríkan. Malarinn samþykkir þetta kostaboð enda fullviss um að hann sé einungis að láta af hendi eitt af eplatrjánum sínum fyrir auðævin. Hann heldur því hróðugur heim og tilkynnir konu sinni tíðindin. Annað kemur þó á daginn og nú þarf malarinn að horfast í augu við það að hafa hlaupið all svakalega á sig í græðginni og fórnað sinni dýrmætustu eign.

Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.

Book details

Reviews

No reviews have been written for this book.

You will also like

Audiobook (MP3 File) EPUB

Audiobook (MP3 File) EPUB

Audiobook (MP3 File) EPUB

Audiobook (MP3 File) EPUB