Hvorki meira né minna

Hvorki meira né minna

Háskólakennari, listaverkasali, læknir og enskur lávarður; fjórir menn með ólíkan bakgrunn koma saman með eitt sameiginlegt markmið: Að hnekkja á Harvey Metcalfe, sem sveik af þeim aleiguna. Hver hefur sín ráð til að vinna aftur það sem hann tapaði, en sá fjórði kemur með snilldaráform um að vinna saman að markmiðinu. Þeir þurfa þó að fara varlega - Metcalfe er klókur og jafnframt mjög hættulegur. Upphefst því eltingarleikur sem liggur meðal annars um Monte Carlo, veðreiðarnar í Ascot, Wall Street og fínustu listagallerí í London. Markmiðið er aðeins eitt: Að vinna aftur þá formúu sem Harvey Metcalfe skuldar - hvorki meira né minna.

Jeffrey Howard Archer (f. 1940) er breskur aðalsmaður sem var meðlimur breska þingsins, en neyddist til að segja af sér í kjölfar hneykslismáls. Nær gjaldþroti tókst honum að vinna sér inn frægð með því að skrifa pólitískar spennusögur. Í dag hafa bækur hans selst í fleiri en 320 milljón eintökum um allan heim, þrátt fyrir að mál hans hafi verið tekið upp aftur og hann setið í fangelsi í nokkur ár. Hann hefur skrifað alls 42 verk, sem hafa verið þýdd á 33 tungumál.

Détails du livre

Commentaires

Il n'y pas encore de commentaire pour ce livre.

Vous aimerez aussi

Livre audio (Fichier MP3)

Livre audio (Fichier MP3)

Livre audio (Fichier MP3) EPUB

EPUB