Í Rauðárdalnum

Í Rauðárdalnum

Sagan fjallar um ungan Íslending sem flyst til frænku sinnar í Winnipeg rétt fyrir aldamótin 1900. Hún ber nafn sitt af Rauðárdal (Red River Valley) í Manitoba, þar sem Winnipegborg er staðsett, en þar bjó töluvert af Íslendingum þegar bókin var skrifuð. Þetta er ævintýraleg spennusaga um fólk í furðulegum aðstæðum, en er þó skrifuð af einlægni og innsæi um mannlega hegðun.

Jóhann Magnús Bjarnason fæddist árið 1866 í Meðalnesi í Norður-Múlasýslu. Árið 1875 flutti hann ásamt fjölskyldu sinni vestur til Kanada, þá aðeins níu ára gamall. Jóhann átti aldrei aftur eftir að sjá fósturjörðina. Foreldrar hans námu land í Nova Scotia í Kanada, en síðar fluttist Jóhann Magnús til Winnipeg, þar sem hann gekk í skóla og gerðist svo kennari. Samhliða kennarastarfinu var Jóhann mikils metinn rithöfundur og skrifaði bæði skáldsögur, smásögur, greinar og ljóð. Verk hans eru talin hafa haft áhrif á íslenska rithöfunda sem síðar komu, til dæmis Gunnar Gunnarsson og Halldór Laxness. Jóhann lést árið 1945 og þó hann hafi aldrei átt afturkvæmt til Íslands leit hann alltaf á sig sem Íslending, enda er ýmislegt íslenskt að finna í verkum hans.

Book details

Reviews

No reviews have been written for this book.

You will also like

Audiobook (MP3 File)

Audiobook (MP3 File)

Audiobook (MP3 File)

Audiobook (MP3 File)