Droplaugarsona saga 

Droplaugarsona saga 

Droplaugarsona saga er talin með elstu Íslendingasögum, líklega frá því fyrir eða um miðja 13. öld. Sagan segir frá sonum Droplaugar, þeim Helga og Grími. Sagan gerist á Austurlandi, beggja megin Lagarfljóts en hún skarast að hluta til á við Fljótsdælasögu sem gerist einnig þar eystra.

Annar bróðirinn, Helgi, átti í deilum við nafna sinn Ásbjarnarson. Lýsingar á bardögum þeirra nafna eru með þeim eftirminnilegri í fornritum. Litríkir karakterar skreyta söguna og kvenskörungar á borð við þær Droplaugu, Gró á Eyvindará, Álfgerði lækni á Ekkjufelli og Þórdísi todda koma einnig við sögu.

Book details

Reviews

No reviews have been written for this book.

You will also like

New

EPUB
New

EPUB
New

EPUB