Blom-Pettersen-málið

Blom-Pettersen-málið

Download excerpt

Ungur maður kom á lögreglustöðina í Tønsberg og tilkynnti að móðir hans væri horfin. „Það er ekki eðlilegt að það sé sonurinn sem tilkynnir um hvarf móðurinnar á meðan eiginmaður hennar situr heima." Um nokkurra vikna skeið í nóvember 2005 fylgdist mestöll norska þjóðin með leit að fjögurra barna móður sem hafði horfið frá heimili sínu í Tønsberg. Í þessari grein fær lesandinn innsýn í hvernig duglegir lögreglumenn í Vestfoldlögregluumdæminu unnu að rannsókn málsins með fjölda aðila. Samstarfið við fjölmiðlana reyndist mjög mikilvægt við rannsókn málsins vegna allra þeirra ábendinga frá almenningi sem bárust eftir umfjöllun fjölmiðla um málið. Lesandinn fær einnig innsýn í hvernig þessi rannsóknarvinna, sem má einna helst líkja við púsluspil, gekk upp á endanum og hvernig svör fengust við öllum spurningum. Konan, sem saknað var, fannst en því miður látin. Morðinginn var gómaður og hlaut sinn dóm.

Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.

Book details

Reviews

No reviews have been written for this book.

You will also like

Audiobook (MP3 File) EPUB

Audiobook (MP3 File) EPUB

Audiobook (MP3 File) EPUB

Audiobook (MP3 File) EPUB